Þeir Tryggvi Guðmundsson og Finnur Ólafsson verða í leikbanni í næsta leik ÍBV, sem verður reyndar ekki fyrr en 11. september vegna landsleikjavikunnar sem nú er að hefjast. Báðir fengu þeir sitt fjórða spjald í leiknum gegn KR og taka því út leikbannið þegar Þór frá Akureyri kemur í heimsókn.