Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U-15 hjá KSÍ, hefur valið Íseyju Maríu Örvarsdóttur og Kristínu Klöru Óskarsdóttur til að taka þátt í úrtaksæfingum U-15 dagana 9. og 10. maí nk. Æft verður á AVIS vellinum í Laugardal þann 9. maí en staðsetning fyrir seinni daginn verður kynnt í næstu viku.
Þetta kemur fram í frétt á vef ÍBV þar sem leikmönnunum er óskað innilega til hamingju með valið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst