Jól í mínu hjarta er nýr geisladiskur sem Silja Elsabet Brynjarsdóttir er að gefa út. Silja syngur tólf þekkt jólalög á diskinum og allir sem koma að undirleik og plötuumslagi eru frá Eyjum. Árni Óli Ólafsson stjórnaði upptökum sem fóru fram í Island Studio og því má segja að framtakið sé að öllu leyti frá Vestmannaeyjum.