Í dag, 14. júní verður aukaferð bætt við áætlun Herjólfs en þetta er gert þar sem ferðir féllu niður í gær vegna bilunar skipsins. Skipið siglir frá Vestmannaeyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:30. Viðgerð er lokið og mun skipið sigla samkvæmt áætlun í dag.