�?eim tókst ekki að losa bifreiðina. Annar mannanna viðurkenndi aksturinn við yfirheyrslu.
�?kumaður slasaðist er bifreið hans fór útaf og valt á Biskupstungnabraut á vegarkafla milli Heiði og Hjarðarlands. Klippa þurfti ökumann út úr bifreiðinni. Hann hlaut höfuð- og bakáverka og var fluttur á slysadeild Landspítala.
Maður klemmdist á milli tveggja bifreiða er hann var að losa kaðal úr annari bifreiðinni eftir að hún hafði verið dregin úr festu við Biskupstungnabraut í Grímsnesi. Maðurinn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi og þaðan á slysadeild Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans.
Í síðustu viku lærbrotnaði drengur er hann féll þar sem hann var að renna sér á snjóbretti á hólnun við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst