Tveir ungir ökumenn voru undir miðnætti teknir fyrir of hraðan akstur á Hamarsvegi. Báðir óku þeir á 95 km hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn er 50 km/klst. Þeir eiga von á 80 þúsund króna sekt hvor fyrir hraðaksturinn, að sögn varðstjóra en mbl.is greindi frá.
Varðstjóri segir í samtali við mbl.is, mikið hafa verið um hraðakstur síðastliðinn mánuð á meðal ungra pilta í bænum sem eru nýkomnir með bílpróf. Átak hefur verið gert hjá lögreglunni til að stemma stigu við þessari stöðu.
Hraðaksturinn hefur verið víða um bæinn, á hvaða tíma sólarhringsins sem er, segir varðstjórinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst