Í dag leika handknattleikslið ÍBV tvo leiki. Kvennalið félagsins tekur á móti Haukum í N1-deildinni klukkan 13:00 og karlaliðið tekur á móti Gróttu kl. 15:00 í 1. deildinni. Báðir leikirnir eru mikilvægir, ÍBV og Haukar gætu verið í baráttu um sömu sætin í N1 deildinni en Haukar höfðu betur gegn Eyjastúlkum í æfingaleik fyrir mótið. ÍBV hefur byrjað mjög vel í deildinni, unnið tvo leiki af þremur.