Tvö fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum um helgina en lagt var hald á um sex til 8 grömm af maríjúana. Í öðru tilvikun var um að ræða karlmann á þrítugsaldri en í hinu tilvikinu var um að ræða ungan mann á sextánda ári. Báðir hafa þeir komið áður við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Báðir viðurkenndu þeir að eiga efnin og telst málið að mestu upplýst. Alls hafa átta fíkniefnamál komið til kasta lögreglunnar það sem af er árs en á síðasta ári voru þau tíu á sama tíma. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.