�??�?g er mjög spenntur fyrir þessu og við eigum eftir að gera meira af þessu,�?? sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips sem var meðal farþega á tvíbytnunni Akranes frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn og til baka í gær. Skipið kemst rúmar 32 mílur við bestu aðstæður eins og voru í gær og tók siglingin í heild um 15 mínútur.
Akranes verður í siglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar og fram á haustið. Skipið er eins og áður segir tvíbytna, 22 m löng og 7,5 breidd og tekur 112 farþega í sæti. �?að fór vel um mannskapinn á leiðinni enda gott veður og lítill sjór. Á bakaleiðinni tók siglingin um 13 mínútur frá hafnargörðum í hafnargarða og þó var tekinn hringur í kringum Herjólf sem var að koma inn til Eyja.
Um borð eru norskur skipstjóri, stýrimaður og vélstjóri og þeim til halds og trausts eru Steinar Magnússon, áður skipstjóri á Herjólfi, og Halldór Waagfjörð, fyrrum vélstjóri á Herjólfi. Sagði Steinar að Akranes hefði reynst vel á úthafinu og tók siglingin frá Bergen til �?órshafnar í Færeyjum um 16 klukkutíma og voru þeir mikið á 22 mílum sem er sá hraði sem skipið getur siglt á í allt 2,5 metra ölduhæð.
�??�?etta er tilraunaverkefni hjá okkur og gefist hún vel eru ótal möguleikar í stöðunni bæði á Faxaflóa, innan Reykjavíkur og víðar um land s.s. milli lands og Eyja,�?? sagði Gylfi.