Ölduhæð við Landeyjahöfn er nú 1,6 metri og fer vaxandi þegar líður á daginn. Skipstjóri Herjólfs telur því að tvísýnt sé hvort skipið sigli í Landeyjahöfn síðustu ferðina í dag kl. 18.00. Er þeim farþegum sem nauðsynlega þurfa að komast til fastalandsins ráðlagt að nota ferðina kl. 15.00 sé þeim það mögulegt.