Tvö slys urðu á föstudag um kl. 14:00. Annað slysið átti sér stað á Búrfellsvegi í Grímsnesi þar sem traktórsgrafa valt og hitt á reiðvegi við Eyrarbakkaveg þar sem vörubifreið fór á hliðina. Ökumaður traktórsgröfunnar ók eftir Búrfellsvegi þegar hann missti gröfuna útfyrir veg þannig að hún valt. Vörubifreiðin valt þegar bílstjórinn var að sturta hlassi af pallinum. Báðir ökumennirnir slösuðust á höfði og voru fluttir á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem gert var að sárum þeirra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst