Tvö vinnuslys voru tilkynnt til lögreglu í vikunni. Í öðru tilvikinu var um að ræða slys hjá Godthaab í Nöf þar sem starfsmaður lenti með hönd í flatningsvél með þeim afleiðingum að hann skarst á hendi og þurfti að sauma 10 spor í höndina til að loka sárinu. Í hinu tilvikinu var um að ræða slys hjá Vilberg-kökuhúsi þar sem starfamaður var að vinna vi að taka bökunarmót úr bökunarofni, rann til og féll á gólfið með þeim afleiðingum að hann slasaðist á baki. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.