Bæði karla- og kvennalið ÍBV unnu leiki sína í dag en báðir leikirnir fóru fram á útivelli. Kvennaliðið vann nauman sigur á Selfossi þar sem lokatölur urðu 32:31 fyrir ÍBV en Selfoss leiddi með fimm mörkm þegar tíu mínútur voru eftir. Karlaliðið vann hins vegar öruggan sigur á Fram, 30:25 en liðið náði mest átta marka forystu í leiknum.