Mikill áhugi var á fundinum Fyrnum fyrningaleiðinni sem haldinn var í Höllinni í gær. Milli 400 og 500 manns sátu fundinn sem var sýndur í beinni útsendingu á Eyjafréttum. Útsendingin var ákveðin með frekar skömmum fyrirvara en engu að síður fylgdust um 4500 manns með fundinum á netinum, í skemmri eða lengri tíma. Þeir sem ekki höfðu aðstöðu til að fylgjast með fundinum geta hins vegar nálgast upptöku frá honum hér að neðan.