Mjög góð þátttaka hefur verið í undirskriftasöfnun á Suðurlandi þar sem mótmælt er stórfelldum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála sem boðaður er á Suðurlandi í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2011. Jafnframt er skorað á ríkisstjórn og Alþingi að koma í veg fyrir lokun sjúkrahúsanna á Selfossi, Vestmannaeyjum og á Höfn sem leiða muni af niðurskurðinum, nái hann fram að ganga.