Ekki er hægt að segja annað en jólahátíðin hafi verið róleg hjá lögreglu og var friðsælt yfir bænum yfir jólin. Helgin var öllu órólegri og hafði lögreglan í ýmsu að snúast í kringum skemmtistaði bæjarins. �?á var nokkuð um að kvartað væri yfir hávaða frá heimahúsum en allt leystist það með ágætum.
Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar en árásin átti sér stað í heimahúsi að morgni 29. desember sl. �?arna hafði karlmaður á fimmtugsaldri ráðist á konu á fertugsaldri þannig að konan fékk áverka á hálsi, en bæði voru þau gestkomandi í húsinu. Maðurinn var handtekinn og fékk að gista fangageymslu lögreglu. Skýrslur voru teknar af honum þegar víman rann af honum sem og af konunni sem varð fyrir árásinni og vitni. Málið telst að mestu upplýst.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur og hafa því alls 10 ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis á árinu, sem eru færri ökumenn en í fyrra en þá voru þeir 14.
Lögreglan hafði afskipti af tveimur skemmtistöðum í bænum um liðna helgi en í öðru tilvikinu voru gestir staðarins að reykja inni á staðnum en í hinu tilvikinu var dyravörður að störfum sem ekki hafði tilskilin réttindi.
Einungis eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið og verður það að teljast vel sloppið í ljósi þess að mikil hálka hefur verið á götum bæjarins undanfarna daga. Í þessu tilviki var ekki um slys á fólki að ræða en eitthvað tjón varð á ökutækinu sem þarna átti hlut að máli.
Lögreglumenn óska Vestmannaeyjingum sem og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs með von um að komandi ár verði farsælt og án alvarlega áfalla. Hvetur lögreglan fólk til að fara varlega við notkun skotelda og lesa vel á leiðbeiningar þeirra. Sérstaklega eru foreldrar og forráðamenn barna hvattir til að upplýsa börn sín varðandi þær hættur sem leynst geta við notkun skotelda. �?að er aldrei of varlega farið.