Skipulagsfulltrúi lagði á fyrir til kynningar á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs matsáætlun Heidelberg Cement Pozzolanic Materials ehf (HPM) vegna efnistöku undan strönd Landeyjar- og Eyjafjallasands í Rangárþingi eystra. Fyrirhugað er að vinna 60-75 milljónir rúmmetra af efni á efnistökusvæðinu sbr. meðfylgjandi gögnum.
Framkvæmdin fellur í flokk A samkvæmt tl. 2.01 í 1. viðauka við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda. Fyrirliggja umsögn Vestmannaeyjabæjar vegna Matsáætlunar og álit skipulagsstofnunar.
Heidelberg Materials, sem er móðurfélag HPM og Hornsteins ehf., hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum á notkun malaðs gosefnis (móbergs) til íblöndunar (íaukar – e. Supplementary Cementitious Materials) í sementsframleiðslu. Notkun efnisins dregur verulega úr kolefnislosun við sementsframleiðslu þar sem það kemur í stað sementsgjalls, en framleiðsla þess hefur í för með sér losun á 700-900 kg af CO2 á hvert framleitt tonn. Heildarkolefnisspor malaðra gosefna er metið innan við 50 kg á hvert framleitt tonn. Frumrannsóknir benda til að slík gosefni sé að finna á stóru svæði úti fyrir Landeyjarhöfn til suðurs og austurs. Fyrirhugað er að vinna um 60-75 milljónir m3 af efni á efnistökusvæðinu og áætlað að það taki um 30 ár, miðað við að árleg efnistaka sé um það bil 2 milljónir m3.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst