Drög að sjávarútvegsstefnu innihalda framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040. Stefnunni er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku um sjávarútveg til að stuðla að hagkvæmri og sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Í stefnunni er lögð áhersla á sjálfbæra auðlindanýtingu í hafi, vöktun og viðbrögð við breytingum í lífríkinu, aukna þekkingu á hafinu með rannsóknum og menntun, hagkvæmni og verðmætasköpun, samfélag, jafnrétti, fæðuöryggi og matvælaöryggi.
Með frumvarpi til laga um sjávarútveg er lagt til að sett verði ný heildarlög þar sem sameinaðir eru núgildandi lagabálkar á sviði fiskveiðistjórnunar, til að tryggja betri yfirsýn um þær reglur sem gilda um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar. Frumvarpið byggir að miklu leyti á núgildandi lögum en þó er í frumvarpinu að finna nýmæli úr tillögum starfshópa Auðlindarinnar okkar í skýrslunni Sjálfbær sjávarútvegur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst