Fyrirtækið Ribsafari hefur verið starfrækt í Eyjum undanfarin sjö ár en það sérhæfir sig í bátsferðum í hraðskreiðum slöngubátum þar sem gestir fá bæði að kynnast sögu Vestmannaeyja og upplifa helstu náttúruperlur eyjanna á hafi úti. Í samtali við Eyjafréttir sagði Laila Sæunn Pétursdóttir, hjá Ribsafari, sumarið hafa verið einkar gott og að kúnnarnir hafi almennt verið hæstánægðir með bátsferðirnar.
Aðspurð út í starfsemi Ribsafari sagði Laila hana einskorðast við sumrin þó svo einhverjar bókanir komi yfir vetratímann í gegnum bókunarkerfið. �??Yfir háannatímann eru við með tvo skipstjóra og leiðsögumenn sem eru með um borð í bátunum. Svo er alltaf manneskja í sölubásnum til að taka á móti pöntunum og farþegunum sjálfum.�?? Sjálf sér Laila aðallega um markaðsmál en bætir við að þau hjá Ribsafari vilji lítið notast við ákveðna titla. �??Við sleppum öllu svona titlatogi, við erum bara öll hluti af Ribsafari.�??
Stefna á að leggja bátunum í lok mánaðar
Nú þegar komið er á seinni hluta septembermánaðar er ekki langt í að bátunum verði lagt fyrir veturinn. �??Við siglum út september en svo er spurning hvernig samgöngur verða nú þegar Röst er komin hingað til að leysa Herjólf af. Leyfið á þessa báta er reyndar frá 15. apríl til 31. október en reynslan hefur hins vegar sýnt að færri ferðamenn komi til Eyja í október og því hættum við að sigla í lok september, auk þess er veður oft slæmt á þessum tíma,�?? segir Laila.
Fjölbreytt skemmtun
Eins og fyrr segir hefur gengið í ár verið býsna gott hjá þeim í Ribsafari en í dag gerir fyrirtækið út tvo báta, þ.e. Stóra �?rn og �?ldu Ljón. Báðir eru þeir af gerðinni Techno Marine 12 IB og eru 12 metra langir harðbotna slöngubátar með tvær 400 ha Volvo penta innanborðsvélar. Sá fyrrnefndi var smíðaður í Póllandi árið 2012 en sá síðarnefndi árið 2016 á sama stað. �??�?etta hefur gengið mjög vel, við erum að keyra á tveimur bátum og þeir mjög oft báðir fullir. Við erum með tvær ferðir í boði, Smáeyjaferðina sem er ein klukkustund og svo tveggja tíma ferð sem getur verið breytileg. Í þeirri ferð reynum við að fara út í Súlnasker ef veður leyfir en annars förum við t.d. út í Brand eða tökum hringinn í kringum Heimaey eða annað skemmtilegt.�??
Hefur markhópurinn breyst milli ára? �??�?etta er bara mjög svipað, blanda af Íslendingum og útlendingum. Svo stjórnast þetta svolítið af því hvaða ferðamenn eru í meirihluta hverju sinni. Ameríkanarnir eru alltaf stór hluti en þeir eru alltaf kurteisir og skemmtilegir, hlæja jafnvel að þér þó þeim finnist þú ekki fyndin. En þetta er annars rosalega breytilegt, í maí höfum við mikið verið að taka á móti skólakrökkum, svo er þjóðhátíðin alltaf stór hjá okkur þar sem meginparturinn er náttúrulega Íslendingar og mig langar að segja að svo til allir eru einstaklega kurteisir og hreinlega til fyrirmyndar,�?? segir Laila og svarar því játandi aðspurð hvort upplifun flestra sé góð. �??�?að eru allir rosalega ánægðir og það sést best á Tripadvisor. �?að er það sem við viljum, þetta á fyrst og fremst að vera gaman, ekki bara fræðsla þar sem þú situr og hlustar á leiðsögumanninn.�??
Margir sem koma til Eyja einungis vegna Ribsafari
Vitið þið til þess að fólk komi sérstaklega til Eyja til að prófa Ribsafari? �??Já, það er mjög algengt að fólk komi bara til að prófa Ribsafari, taki kannski skipið kl. 11:00 og fari síðan til baka í næstu ferð. Manni finnst þetta náttúrulega mikil synd því það er fullt af skemmtilegum hlutum í gangi hérna en fólk veit bara ekkert hvað er hægt að gera hérna,�?? segir Laila.
Með öryggi farþega að leiðarljósi
Einhverjar hugmyndir hafa verið á lofti hjá Siglingastofnun um að breyta þurfi Ribbátunum en nokkur slys hafa orðið undanfarin ár þar sem fólk hefur slasast á baki og orðið fyrir varanlegum skaða. �??�?að eru einhverjar pælingar með fjaðursæti en ekkert komið á borð til okkar. �?egar og ef það verður að því þá tökum við náttúrulega mið af því. Eftir að slys varð hjá okkur yfirfórum við öll öryggisatriði hjá okkur og m.a. tókum út fremstu átta sætin og notumst bara við öftustu tólf sætin,�?? segir Laila sem líkir hreyfingunni við það að fara á hestbak. �??�?egar maður fer á hestbak þá getur maður ekki setið alveg stífur, maður verður að fylgja dýrinu. Sama á við um ribbátaferð en fólk á að standa í fæturna á meðan við siglum og dúa í hnjánum. Árið í ár hefur verið algjörlega slysalaust sem er mjög ánægjulegt. Við fórum t.d. með 75 ára gamla konu í sumar og hún var hæstánægð með ferðina. Við viljum að sjálfsögðu ekki að neinn meiðist og það er hræðilegt þegar það gerist. �?ess vegna höfum við tekið öryggismálin alveg í gegn og förum vel yfir allt með fólki áður en haldið er af stað.�??