ÍBV stelpurnar mæta liði KA/Þórs í öðrum leik undarúrslitaeinvígisins um sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins í kvöld. ÍBV gerði sér lítið fyrir og sigraði í fyrsta leik liðanna fyrir norðan og geta með sigri í kvöld tryggt sér sigur í einvíginu. KA/Þór þarf sigur til að ná í oddaleik fyrir norðan. Með nýjum sóttvarnar reglum er hægt að taka á móti 300 áhorfendum en grímuskilda er á íþróttaviðburðum. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 18:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst