Undarlega útilítandi lundapysja kom í heimsókn á skrifstofu Eyjafrétta í dag ásamt föngurum sínum, Sigurfinni Sigurfinnssyni og fjölskyldu. �?að sem gerir þessa pysju frábrugðna öðrum er hvítur makki aftan á höfði hennar en slíkt er fáséð að því er virðist. Við hvetjum hvern þann sem hefur einhverjar upplýsingar um pysjur sem þessar að endilega að hafa samband.