Í gær hóf karlalið ÍBV í handbolta leik á Ragnarsmótinu svokallaða á Selfossi en mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir komandi tímabil. Okkar menn spiluðu þá gegn heimamönnum og fóru þar með sigur af hólmi, lokastaða 25-30 en í hálfleik var staðan12-17.
Mörk ÍBV skoruðu eftirfarandi: Theodór Sigurbjörnsson 12, Róbert Hostert 3, Agnar Smári Jónsson 3, Sigurbergur Sveinsson 2, Magnús Stefánsson 2, Dagur Arnarsson 2, Kolbeinn Arnarsson 1, Friðrik Hólm Jónsson 1, Brynjar Karl �?skarsson 1, Kari Kristjánsson 1, Sindri Haraldsson 1, Daníel Griffin 1.
Liðið á aftur leik á föstudag gegn Val kl. 20:00 og á laugardag gegn Haukum kl. 12:00.
Kvennaliðið er um þessar mundir á heimleið úr æfingaferð í Danmörku þar sem þær hafa æft með og spilað gegn dönskum liðum, m.a. dönsku meisturunum. Greint var frá á
facebook síðu félagssins.
Bæði lið hefja leik í Íslandsmótinu 10. september n.k. með heimaleikjum. Stelpurnar mæta Gróttu kl. 13.30 og strákarnir mæta Haukum kl. 16.00.