Nú er undirbúningur Goslokahátíðar 2011 hafinn en sérstök undirbúningsnefnd vinnur að dagskrá hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að hápunktur hátíðarinnar í ár verður sýning á listaverkum Sigmundar, stórtónleikar með tónlist Oddgeirs Kristjánssonar og að sjálfsögðu gleðin í Skvísusundi. Sem fyrr eru allar ábendingar um innlegg í dagskrána vel þeganar.