Þetta hafa verið einkunnarorð þeirra sem að vinna í bráðaþjónustu á Íslandi í gegnum tíðina, bæði á sjó og landi. Upp er komið úr krafsinu að það sé ekki til áætlun um björgun fólks ef Herjólfur strandar í Landeyjarhöfn eða við hana. Nú liggur fyrir að skipið er búið að sigla með mörg hundruð þúsund farþega síðan höfnin var tekin í notkun. Reyndar eru siglingar búnar að standa yfir lengi milli Þorlákshafnar og Eyja og vona ég svo sannarlega að til sé áætlun ef skipið verður vélarvana eða lendir í vandræðum við hafnarmynnið í Þorlákshöfn.