Vegagerðin hefur samþykkt tilboð pólskrar skipasmíðastöðvar í smíði nýs Herjólfs og verða samningar undirritaðir eftir helgi. Gert er ráð fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan hefji siglingar sumarið 2018.
Vísir.is greinir frá.
Landeyjahöfn og nýr Herjólfur áttu raunar að koma saman í einum pakka enda var höfnin hönnuð fyrir ferju sem risti grynnra en sú gamla. En hrunið frestaði ferjusmíðinni, Landeyjahöfn var opnuð sumarið 2010, og síðan hafa samgöngur við Eyjar liðið fyrir að hafa ekki skip sem hentar höfninni.
�?etta er að verða einhver lengsta meðganga nýrrar ferju á Íslandi. Fimmtán ár eru liðin frá því fyrstu skrefin voru stigin að þessari endurnýjun Herjólfs og nú er loksins komið að því að hefjast handa. Áformað er að á þriðjudag verði skrifað undir verksamning hjá Vegagerðinni við pólsku skipasmíðastöðina Crist í Gdynia.
Smíðasamningurinn hljóðar upp á 26,2 milljónir evra eða um 3,2 milljarða króna. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent í júlí árið 2018. �?að verður álíka stórt og gamli Herjólfur, en grunnristara og með skrúfubúnaði sem á að auðvelda skipstjórum að stýra við erfiðar aðstæður. Áætlanir hönnuða gera ráð fyrir að nýting Landeyjahafnar muni snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent eftir aðstæðum.