Breki VE kom til hafnar í gærmorgun (þriðjudag 8. september) með 440 kör af góðum afla eftir veiðiferð þar sem rólegt var framan af og bræla en endaði vel í lokin á Þórsbanka.
Tíðindum sætir að Gísli Matthías Sigmarsson var í fyrsta sinn yfirvélstjóri á togaranum og í sama túr var Ríkarður Magnússon yfirstýrimaður. Þeir félagar eru meðal yngstu yfirmanna í flota Vinnslustöðvarinnar og þarna banka því fulltrúar yngri kynslóða á dyr þeirra eldri (og reyndari!) á sínum fagsviðum.
Gísli Matthías útskrifaðist úr vélfræðinámi 2015, hefur verið á hinum og þessum bátum í Eyjum, eina loðnuvertíð á Sighvati Bjarnasyni VE og síðan 1. vélstjóri á Breka frá því í október 2018. Með sér í fyrsta túr yfirvélstjóra hafði hann mann með mikla reynslu og þekkingu, Finn Kristinsson vélfræðing og yfirvélstjóra á Breka. Finnur dvaldi í Kína forðum og var yfireftirlitsmaður með smíði Breka VE og Páls Pálssonar ÍS fyrir hönd Vinnslustöðvarinnar og Hraðfrystihússins Gunnvar í Hnífsdal. Finnur var áhöfn Breka á heimleið frá Kína.
Ríkarður Magnússon var líka í áhöfn Breka heim frá Kína, þá 2. stýrimaður skipsins. Hann er nú 1. stýrimaður og hefur leyst af sem yfirstýrimaður.

Ríkarður er sonur Magnúsar skipstjóra á Breka og þeir feðgar voru áður samtímis á Drangavík VE. Þar var Ríkarður stýrimaður en leysti föður sinn af sem skipstjóri þegar Magnús fór að sinna Brekamálum hér heima og í kínversku skipasmíðastöðinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.