Sigurður Grétar Benónýsson er efnilegur íþróttamaður, það er óumdeilt. Hann hefur nú verið valinn á landsliðsæfingar bæði í knattspyrnu og körfubolta. Í fótboltanum hefur hann verið valinn á æfingar með U-16 ára landsliðinu ásamt Kristni Skæringi Sigurjónssyni en auk þeirra var Tanja Rut Jónsdóttir verið valin á æfingar hjá U-16 kvennalandsliðinu. Þá var hann valinn á æfingu hjá U-15 ára landsliði Íslands í körfubolta og er eini fulltrúi Eyjamanna í hópnum.