Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði með forstjóra HSU og framkvæmdastjóra lækninga þann 29. janúar sl. Farið var yfir mönnunina á sjúkradeild og heilsugæslunni á starfstöðinni í Eyjum og hugmyndir varðandi það að styrkja þjónustuna. Unnið er að því að fjölga fastráðnum læknum á heilsugæslunni en þar eru fjögur stöðugildi sem ekki hefur tekist að manna að fullu og hefur því verið leyst með læknum í verktöku.
Bæjarráð mun funda með nýjum heilbrigðisráðherra 3. mars nk. þar sem farið verður yfir þau málefni sem snúa að heilbrigðismálum í Vestmannaeyjum, segir í fundargerð bæjarráðs.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst