Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Ríkisútvarpið að ýmsar úrbætur hafi verið gerðar á sorpeyðingarstöðinni í Eyjum. Ólafur sat fund í morgun hjá Umhverfisstofnun þar sem rætt var um stöðu sorpeyðingastöðvarinnar og framhaldið en sorpeyðingastöðin í Eyjum gefur frá sér 84 sinnum meiri díoxínmengun en leyfilegt er samkvæmt reglum EES.