Það sem af er Alþingi, hefur Unnur Brá Konráðsdóttir talað mest þingmanna Suðurkjördæmis eða 744 mínútur eða um 12 og hálfa klukkustund. Hún var einnig oftast þeirra í ræðustól, hélt 97 ræður og gerði 202 athugasemdir við mál annarra þingmanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir talað næst lengst Suðurkjördæmisþingmanna eða í 636 mínútur.