Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um veiðar á íslenskri sumargotssíld og er upphafskvótinn 40.000 tonn, sem þýðir að 25.000 tonnum verður úthlutað að þessu sinni. Er það til viðbótar þeim 15.000 tonnum sem voru gefin út 15. október 2010. Ákvörðunin er tekin í framhaldi af nýrri ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar þar sem lagt er til að heildaraflamark vertíðarinnar fari ekki yfir 40 þúsund tonn.