Í kvöld verður skemmtun og uppistand í Kiwanis. Eyverjar standa fyrir viðburðinum en Silja Elsabet og Sindri Freyr munu syngja auk þess sem vinsælasti uppistandari landsins, Ari Eldjárn kitlar hláturtaugarnar en Ari er væntanlegur með flugi núna seinnipartinn. Auk þess verður happadrætti með veglegum vinningum.