Ágætu bæjarbúar!
Áætlað er að malbika yfirlag á Kirkjuvegi þriðjudaginn 2. júní og miðvikudaginn 3. júní, allt eftir gangi verksins og siglinga Herjólfs frá Landeyjarhöfn.
Í framhaldi af því verða malbiksframkvæmdir á Skólavegi við Vestmannabraut, við Sambýlið, lítilræði á Helgafellsbraut og Austurgerði á Eiði og Skildingavegi svo eitthvað sé nefnt, en allt þetta er háð siglingum í Landeyjarhöfn eins og fyrr er getið.
Vert er að biðjast afsökunar á þeim óþægindum sem þetta verk hefur haft í för með sér, fyrst vegna fræsinga og núna við malbikunina.
Ástæðan fyrir því að fræsing og malbikun fóru ekki saman eru þær að verktaki fræsinga gat einungis sinnt þessu verki á umræddum tíma, var búinn að lofa sér annað fram eftir sumri og malbiksframleiðandinn komst ekki fyrr en nú, bæði vegna yfirvofandi verkfalla sem og vegna ótryggra siglinga í Landeyjarhöfn, sem er grundvallaratriði við þessa framkvæmd.
Vona að þetta skýri málið.
Með kveðju og von um að framkvæmdin valdi ekki of mikilli truflun og ónæði.
Virðingarfyllst
Guðmundur �?. B. �?lafsson,
rekstrarstjóri �?jónustumiðstöðvar.