Í kvöld klukkan 19:30 hefst úrslitaleikur Olísmótsins í snóker. Í Olísmótinu mætast sveitir Akóges, Oddfellow og Kiwanis og stigahæsta sveitin ber sigur úr býtum. Í ár urðu Akógesmenn sigurvegarar en það aðeins í annað sinn sem aðrir en Kiwanismenn fagna sigri í mótinu frá upphafi og í bæði skiptin voru það Akógesmenn sem náðu þeim merka áfanga. Samhliða sveitakeppninni er svo einstaklingsmót þar sem þrír stigahæstu einstaklingarnir mætast.