B-lið ÍBV í handbolta tryggði sér með glæsibrag sæti í 16 liða úrslitum en liðið sat hjá í fyrstu umferð. B-liðs einvaldurinn Daði Pálsson boðar til úrtaksæfingar á morgun, miðvikudag klukkan 17:30, þar sem þjálfari liðsins, bæjarstjórinn Elliði Vignisson mun meta eiginleika hvers leikmanns eftir þyng, gæðum og aldri. Æfingin felst í því að leikið verður við 2. flokk ÍBV en Daði býst við fjölmenni á áhorfendapöllunum.