Hljómsveitin Dans á rósum heldur útgáfutónleika í Höllinni næstkomandi föstudag en sveitin er þessa dagana að gefa út sína fyrstu plötu, sem heitir einfaldlega Dans á rósum. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00 og verður ekkert til sparað og fjöldi tónlistarmanna sem munu aðstoða við flutninginn en frítt er inn á tónleikana. Þá mun hljómsveitin einnig koma fram klukkan 15:00 á Vinaminni á laugardag og svo að sjálfsögðu í Skvísusundinu þá um kvöldið.