Bæjarráð fjallaði um bréf frá HS-veitum hf á fundi sínum í gær en í bréfinu er þeirri hugmynd varpað fram að sveitarfélög sem nota þjónustu fyrirtækisins kaupi hlut í HS-veitum. Eins og flestir vita seldi Vestmannaeyjabær hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, sem síðar varð HS-veitur og HS-orka en söluandvirðið gerbreytti fjárhagsstöðu bæjarins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist ekkert útiloka fyrirfram varðandi aðkomu að HS-veitum en honum var falið að gæta hagsmuna bæjarfélagsins í málinu og afla frekari upplýsinga.