Siglingastofnun telur útilokað að sandur sem dælt er úr Landeyjahöfn berist þangað inn aftur. Í hádegisfréttum sagði skipstjóri dýpkunarskipsins Perlu að hann hefði áhyggjur af því að sandur sem honum er gert að losa austan við nýju höfnina fari aftur inn í hana.