�?rvalsdeildarlið ÍBV í handknattleik hefur komist að samkomulagi við serbnesku skyttuna Filip Scepanovic og slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar um að rifta samningi þeirra við félagið. Báðir leikmennirnir komu til Eyjamanna fyrir tímabilið og hafa spilað alla níu leiki liðsins í Olís-deildinni. Scepanovic skoraði 13 mörk og Mlakar 11.