Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fagnar í dag 90 ára afmæli félagsins en stjórn ÚV kom saman í morgun. Félagið var stofnað 20. október 1920 en saga félagsins hefur verið gefin út á þessum tímamótum. Sigurgeir Jónsson sá að miklu leyti um verkið en auk þess tók Benedikt Gestsson blaðamaður allmörg viðtöl. En þrátt fyrir gleðina yfir afmælinu var uggur í brjóstum stjórnarmanna vegna tillögu sjávarútvegsráðherra um aukna skatta á landsbyggðina, sérstaklega á sjómönnum og útgerðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÚV sem má lesa hér að neðan.