Vaðandi loðna undir Látrabjargi

Hinn 6. mars sl. fann grænlenska skipið Polar Amaroq stóra loðnutorfu undir Látrabjargi. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. “Þarna óð loðnan,” segir Geir Zoëga skipstjóri að hann hafi aldrei áður séð vaðandi loðnu á vetrarvertíð. „Þetta var vaðandi hrygningarloðna og torfan var býsna stór. Líklega var hún 1 km á kant eða svo, eða um 10.000 fermetrar. Það var gríðarlegt líf þarna og það var svo mikið af fugli að fuglagerið sást greinilega á radar. Ljóst var að þarna var loðnan að gera sig klára til hrygningar og  þarna um kvöldið lagðist hún og hrygndi. Við köstuðum með litlu loðnunótinni og fengum svo mikið að við sprengdum, nótin rifnaði öll. Sem betur fer erum við með tvær nætur um borð og kláruðum vertíðina vestur af Öndverðarnesi með stóru nótinni. Þetta er búin að vera flott loðnuvertíð þrátt fyrir lítinn kvóta því verð eru mjög há. Það hefur verið hagstætt tíðarfar og svo hefur líka víða verið loðna þannig að það hafa aldrei verið vandræði að fiska. Við á Polar Amaroq erum búnir að veiða 6.747 tonn á vertíðinni og nú fara menn að undirbúa skipið fyrir kolmunnann,“ segir Geir.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.