ÍBV féll úr leik í baráttunni um sæti í úrvalsdeild næsta vetur þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu í dag. Lokatölur urðu 23:30 en Mosfellingar höfðu yfirhöndina allan tímann og áttu sigurinn skilið. Mikil meiðsli hrjáðu Eyjaliðið og þurfti m.a. Svavar Vignisson, þjálfari liðsins að taka fram skóna úr hillunni. En vængbrotnir áttu Eyjamenn ekki möguleika gegn vel spilandi liði Aftureldingar, sem nú mætir annað hvort Víkingi eða Gróttu í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild.