Valur nær undirtökunum
29. apríl, 2014
ÍBV tapaði í dag fyrir Val í undanúrslitum Olísdeildar kvenna 24:19. Valur náði þar með forystu á nýjan leik í rimmu félaganna í undanúrslitunum og eru 2:1 yfir en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Liðin mætast á nýjan leik í Eyjum á fimmtudaginn en vinni ÍBV þann leik, fer oddaleikur fram í Valsheimilinu á laugardag. Valur leiddi í dag í hálfleik 13:11.
Leikurinn var í járnum framan af í fyrri hálfleik en Valur náði reyndar fjögurra marka forystu, 11:7 en ÍBV minnkaði muninn strax í eitt mark 11:10. Valur skoraði svo næstu þrjú mörkin en Guðbjörg Guðmannsdóttir minnkaði muninn af harðfylgi undir lok hálfleiksins. �?egar síðari hálfleikur var hálfnaður var munurinn á liðunum kominn upp í fimm mörk, 20:15 og á brattann að sækja hjá ÍBV. Valur bætti reyndar um betur og náði sex marka forystu, 24:18 en ÍBV skoraði síðasta mark leiksins.
Eyjaliðið spilaði í heild ekki vel. Reyndar var varnarleikurinn í lagi en markvarslan var engin og mikið munaði um að Ester �?skarsdóttir náði sér ekki á strik.
Mörk ÍBV: Vera Lopes 5/1, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Telma Amado 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, �?órsteina Sigurbjörnsdóttir 1, Ester �?skarsdóttir 1, Arna �?yrí �?lafsdóttir 1, Sóley Haraldsdóttir 1.
Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 4.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst