Hluti af því að gefa sig í stjórnmál er að verða allra skotspónn. Komast í almannaeigu. Þó svo að það þurfi veiðikort til að skjóta svartfugl og máv og enginn megi lengur drepa sér álft til matar skulu stjórnmálamenn án kvóta. Þingmenn og ráðherrar hafa látið þetta yfir sig ganga og lúbast undan eins og barðir hundar. Eins og það sé þeirra aðal að hneigja sig fyrir vitleysum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst