�??�?g hef alltaf viljað gera það sem ég geri vel. Og af því að þú byrjaðir á að nefna sjötta flokk og fimmta flokk sem við Íris vorum að þjálfa í fjögur ár er gaman að nefna það hér, kannski fyrir utan EM, er árangur sjötta flokks ÍBV fyrir tíu árum sá besti sem ég hef náð sem þjálfari. Að fara með lið frá litlum stað og eins og Vestmannaeyjar eru í úrslitaleik á Shellmóti í A-liðum, B-liðum og C-liðum er eitthvað sem mun aldrei verða leikið aftur. �?etta lið varð Íslandsmeistari í sjötta flokki og þessi hópur fékk bikarinn á Akureyri fyrir besta samanlagðan árangur í A-, B-, C-, D- og E-liðum sem er fáránlegt í ljósi þess að hér búa rúmlega 4000 manns. �?að var ótrúlega góður árangur. Við lögðum okkur líka fram um að gera eins vel sem þjálfarar eins og við gátum,�?? segir Heimir og það skilaði sér.
Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Náðu þér í eintak!