Veðurstofan gerir ráð fyrir kolvitlausu veðri á landinu vestanverðu í síðar norðan og austanlands þar sem búist er við að verðið verði verst. �?ar er gert er fyrir að meðalvindur verði yfir 32 metrar og yfir 50 metrar í hviðum. Skyggni verður nánast ekkert og ekki vit í að leggjast í ferðalög.
Ekki er annað að sjá en að Suðurland sleppi bærilega en þó mun blása og byrjar með suðaustan 5-13 metrum en vestlægari síðdegis. Snjókoma með köflum, en síðar slydda við sjóinn. Hvessir seint í nótt, norðan 15-23 á morgun, stöku él og skafrenningur. Dregur úr vindi annað kvöld. Hiti kringum frostmark síðdegis, en frost 0 til 5 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðvestan 15-23 m/s A-til fram eftir degi, annars mun hægari vindur. �?l á N- og A-landi, en léttskýjað um landið S- og V-vert. Frost frá 3 stigum á NA-horninu, niður í 16 stig í uppsveitum SV-til.
Á þriðjudag:
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, en rigningu um tíma syðst. Hlýnar í bili. Hægari suðvestanátt um kvöldið og él, fyrst SV-til.
Á miðvikudag:
�?tlit fyrir breytilega vindátt með éljum í flestum landshlutum. Frost 1 til 6 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustan hvassviðri eða stormur. Snjókoma á N-verðu landinu, en lengst af þurrt syðra. Frost 0 til 6 stig.
Á föstudag:
Norðlæg og síðar vestlæg átt með éljum, en bjartviðri A-til. Kalt í veðri, einkum fyrir austan.
Spá gerð: 13.12.2014 08:24. Gildir til: 20.12.2014 12:00.