Vatnslögn aftur í sundur við Heiðarveg
mynd: Haraldur Halldórsson

Kalt vatn streymdi niður Heiðarveg í morgunn þar sem kaldavatns lögn fór í sundur þetta er í annað skiptið á innan við viku sem þetta gerist en við greindum frá viðlíka atviki síðast liðinn fimmtudag.

“Þessi lögn er greinilega komin á tíma,” sagði Ívar Atlason í samtali við Eyjafréttir. “Þetta er gömul lögn þarna frá skákheimilinu og alveg upp að Hásteinsvegi. Nú er bara næst á dagskrá hjá okkur að ráðast það verk að skipta henni út.” Ívar reiknar með að verkið verði unnið í einhverjum áföngum til þess að valda sem minnstu ónæði fyrir íbúa á svæðinu. “Svona framkvæmdir eru alltaf háðar veðri en við verðum að sjá hvað við getum gert fram að sumri. Það gefur auga leið að þetta gengur ekki svona.” sagði Ívar.

mynd: Haraldur Halldórsson

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.