Vatnslögn í sundur við Heiðarveg

Mynd: Haraldur Halldórsson

Kaldavatns laust er nú á hluta af Heiðarvegi og nágrenni þar sem viðgerð stendur yfir. „Okkur bárust kvartanir í gærkvöldi þar sem lítið trukk var á vatninu á svæðinu. Í morgun kom í ljós að lögn hafði farið í sundur við gömlu bókabúðina og flætt niður götuna,“ sagði Ívar Atlason hjá HS veitum.

Mynd: Haraldur Halldórsson

Viðgerð er hafin og reiknaði Ívar með að hún kláraðist í dag. „Já, okkar menn og gröfur eru komnar á staðinn og það verður komið vatn á aftur þarna eftir einhverja klukkutíma.“

Mest lesið