Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við víkinga á vappi um bæinn um helgina. Haldin var Víkingahátíð á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingafélagi Vilborgu sem starfrækt er hér í Vestmannaeyjum.
Reistu víkingarnir lítið víkingarþorp við Sagnheima og voru víkingar gráir fyrir járnum á vappinu. Auk þess sem boðið var upp á sýningarbardaga og víkingamarkað. Þá voru víkingar að stunda handverk og aðrir sem að miðluðu fróðleik til gesta og gangandi. Halldór B. Halldórsson kíkti við í víkingaþorpið í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst