Nú hefur veðurblíðan leikið við þá sem er að vinna að dýpkun Landeyjahafnar. Hefur dýpkunin gengið einstaklega vel í þeirri blíðu sem þar er. Búið er að fjarlægja yfir 30.000 m³ úr hafnamynninu og rennunni fyrir utan það. Siglingastofnun er að semja við Íslenska gámafélagið um að fá nýtt dýpkunarskip til landsins, Skandia, en það á að geta dýpkað í allt að 2ja metra ölduhæð.